Sveitarstjórn – 394. fundur – 09.10.2025
Á 393. fundi sveitarstjórnar óskaði hún eftir að kjörstjórn tilnefndi fulltrúa úr sínum röðum í sameiginlega kjörstjórn vegna íbúakosninga um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra samkvæmt 5. gr. reglugerðar um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023. Kjörstjórnir sveitarfélaganna leggja til að Húnaþing vestra skipi tvo fulltrúa í sameiginlega kjörstjórn og einn til vara og að Dalabyggð skipi einn fulltrúa og tvo til vara. Kjörstjórn Húnaþings vestra tilnefnir Sigurð Þór Ágústsson og Gunnar Örn Jakobsson Skjóldal til setu í nefndinni og Ragnheiði Sveinsdóttur til vara.

„Sveitarstjórn samþykkir tillögu kjörstjórna um skiptingu fulltrúa í sameiginlegri kjörstjórn og skipar Sigurð Þór Ágústsson og Gunnar Örn Jakobsson Skjóldal til setu í nefndinni og Ragnheiði Sveinsdóttur til vara.
Sveitarstjórn felur sameiginlegri kjörstjórn vegna íbúakosninga um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra að taka ákvarðanir um kjörstaði, kjördeildir og opnunartíma kjörstaða.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.