Sveitarstjórn – 394. fundur – 09.10.2025

Sveitarstjórn – 394. fundur – 09.10.2025

Samkvæmt 5. gr. reglugerðar nr. 922/2023 um íbúakosningar sveitarfélaga er sveitarstjórnum heimilt að skipa undirkjörstjórn og fela henni verkefni samkvæmt a-, c- og d-lið 3.mgr. 5. gr. Lagt er til að sveitarstjórn nýti þessa heimild og skipi kjörstjórn sveitarfélagsins sem undirkjörstjórn vegna íbúakosninga um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra sem fram fara 28. nóvember til 13. desember nk.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir að skipa kjörstjórn sveitarfélagsins sem undirkjörstjórn vegna íbúakosninga um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra sem fram fara 28. nóvember til 13. desember nk. Sveitarstjórn leggur áherslu á að kjörstjórnir við kosningarnar hafi með sér samráð um verkaskiptingu vegna framkvæmdar kosninganna.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.