Sveitarstjórn – 394. fundur – 09.10.2025

Sveitarstjórn – 394. fundur – 09.10.2025

Samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 922/2023 um íbúakosningar sveitarfélaga skal tilkynna Þjóðskrá Íslands um boðaða atkvæðagreiðslu og á hvaða tímabili hún fer fram eigi síðar en 30 dögum áður en atkvæðagreiðsla hefst.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn felur samstarfsnefnd að tilkynna Þjóðskrá Íslands um boðaða atkvæðagreiðslu. Sveitarstjórn felur samstarfsnefnd jafnframt að óska eftir því við Þjóðskrá Íslands að opnað verði fyrir uppflettingar í kjörskrá á vef Þjóðskrár Íslands á meðan á atkvæðagreiðslu stendur. Sveitarstjórn felur samstarfsnefnd að tryggja að kjörskrá verði aðgengileg til skoðunar á skrifstofu sveitarfélagsins eigi síðar en 14 dögum áður en atkvæðagreiðsla hefst og að kynna framlagninguna fyrir íbúum.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.