Liður í verkefninu er að meta stöðu sveitarfélaganna, horfur í rekstri og þjónustu þeirra og líkleg áhrif sameiningar á þessa þætti. Skipaðir voru fjórir starfshópar um tilgreinda málaflokka til að meta styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri í viðkomandi málasviði. Í starfshópana voru skipaðir þátttakendur með þekkingu á þeim málasviðum sem þeir hafa til umfjöllunar, s.s. lykilstarfsmenn, formenn og fulltrúar í fasteanefndum. Starfshóparnir eru samstarfsnefnd til ráðgjafar og draga saman upplýsingar um stöðu þeirra málaflokka sem hver þeirra hefur til umfjöllunar.
Málasviðin eru þessi:
- Rekstur: Stjórnsýsla, fjármál, mannauður, mannvirki og samstarf sveitarfélaga
- Skóla- og frístundamál og lýðheilsa: Skólamál, frístundamál og lýðheilsa.
- Velferðarmál: Félagsþjónusta, barnavernd, málefni fatlaðs fólks og eldri borgara
- Byggðarþróun: Skipulagsmál, umhverfismál, byggingarmál, lýðfræði, menningarmál, samgöngur og atvinnumál.
Haldin var vinnustofa á Borðeyri þann 26. ágúst 2025 þar sem hver starfshópur ræddi um sitt svið út frá forskrift samstarfsnefndar. Markmiðið var að fá fram upplýsingar um stöðu og helstu sjónarmið fyrir mótun framtíðarsýnar. Niðurstöður vinnunnar verða m.a. nýttar til undirbúnings íbúafunda sem haldnir verða síðar í ferlinu.
Minnisblöð starfshópa: