Kjörstaðir og opnunartími

Sameiginleg kjörstjórn Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur ákveðið opnunartíma kjörstaða í íbúakosningunum sem fram fara 28. nóvember – 13. desember nk. Virka daga frá 28. nóvember til 12. desember verður kosið á skrifstofum sveitarfélaganna á opnunartíma þeirra, en að auki verða kjörstaðir opnir tvo laugardaga á kosningatímabilinu í hvoru sveitarfélagi, þ.á.m. á lokadegi kosninganna þann 13. desember. Opnunartími á skrifstofum …

Fréttatilkynning frá samstarfsnefnd

Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur sent eftirfarandi fréttatilkynningu á helstu fréttamiðla landsins: Íbúakosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra 28. nóvember til 13. desember  2025 Á tímabilinu 28. nóvember til 13. desember nk. verða haldnar íbúakosningar um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Samstarfsnefnd sveitarfélaganna hefur skilað áliti sínu sem er svohljóðandi: „Dalabyggð og Húnaþing vestra …

Íbúafundir um tillögu um sameiningu og álit samstarfsnefndar

Í komandi viku verða haldnir íbúafundir til að kynna tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra og álit samstarfsnefndar um sameiningu. Í Dalabyggð verður fundurinn haldinn í Dalabúð í Búðardal mánudaginn 17. nóvember kl. 17:00 og í Húnaþingi vestra verður fundurinn haldinn í Félagsheimilinu Hvammstanga þriðjudaginn 18. nóvember kl. 17:00. Að kynningu lokinni munu fulltrúar sveitarfélaganna í samstarfsnefnd um sameiningu …

Kynningarbæklingur vegna íbúakosninga um sameiningu

Kynningarbæklingur vegna íbúa kosninga um sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar er farinn af stað í dreifingu og á að berast heimilum í báðum sveitarfélögum. Það er tekið fram að ef heimili hefur afþakkað fjölpóst og fríblöð þá kemur bæklingurinn ekki þangað. Því er honum einnig deilt hér á rafrænu formi fyrir þá sem vilja kynna sér innihald hans.  Bæklingurinn er …

Tillaga um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra (auglýsing)

Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur lagt fram álit sitt og helstu forsendur til umræðu í sveitarstjórnum. Álit nefndarinnar og helstu forsendur hafa fengið umræðu í sveitarstjórnum sveitarfélaganna, án atkvæðagreiðslu, samkvæmt 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.  Atkvæðagreiðsla um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna fer fram dagana 28. nóvember -13. desember 2025 í báðum sveitarfélögunum. Við ákvörðun um …

Samstarfsnefnd skilar áliti

Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna sveitarfélaganna tveggja, sem hafa tekið þær til umræðu skv. 119. grein sveitarstjórnarlaga. Álitið er svohljóðandi: „Dalabyggð og Húnaþing vestra eru lík að landkostum, íbúasamsetningu, búsetumynstri og atvinnulífi. Við sameiningu sveitarfélaganna yrði að mati nefndarinnar til öflugra sveitarfélag með sterkari stjórnsýslu, faglegri þjónustu og meiri slagkraft í hagsmunagæslu til …

Glærur og upptaka frá íbúafundum

Glærurnar frá kynningunni á íbúafundumnum sem haldnir voru í Dalabúð og Félagsheimilinu á Hvammstanga 14. og 15. október sl. eru komnar á netið. Þær má nálgást hér: DalHún – Íbúafundir okt 2025 – 14.10.2025. Einnig er hægt að horfa á upptöku frá íbúafundinum í Dalabúð á Youtube-rás Dalabyggðar:

Vel sóttur íbúafundur í Búðardal

Afar góð mæting var á íbúafundinn sem samstarfsnefd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hélt í Dalabúð í Búðardal í gær. Um 90 manns mættu á fundinn í Dalabúð og 20 fylgdust með útsendingu á netinu. Umræður í vinnuhópum á vinnustofu um fyrirkomulag þjónustu og stjórnsýslu voru líflegar og kjötsúpa kvenfélagsins Fjólu vakti mikla lukku. Annar íbúafundur verður haldinn í …

Íbúakosningar um sameingu 28. nóvember til 13. desember

Sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa samþykkt að íbúakosningar um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna fari fram dagana 28. nóvember til 13. desember 2025 og að kosningaaldur miðist við 16 ár sbr. 3. mgr. 133. gr. sveitarstjórnarlaga. Kjörstaðir og opnunartímar hafa ekki verið ákveðnir en verða auglýstir hér á síðunni og á vefsvæðum sveitarfélaganna þegar nær dregur íbúakosningum. Boðið verður upp …