Haldnir voru íbúafundir í Dalabúð í Búðardal þann 8. apríl og í Félagsheimilinu á Hvammstanga þann 9. apríl þar sem staða viðræðna var kynnt og leitað eftir sjónarmiðum íbúa. Fundirnir voru vel sóttir og þóttu heppnast vel.
Þrjár spurningar voru lagðar fyrir þátttakendur:
- Hvaða tækifæri felast í sameiningu?
- Hverjar eru áskoranirnar við sameiningu?
- Hvað viljum við alls ekki missa?
Þeir íbúar sem mættu á fundina voru almennt hlynntir því að skoða kosti og ókosti sameiningar fyrir íbúa.
Gert er ráð fyrir að fundir með svipuðu sniði verða haldnir í tengslum við formlegar viðræður þegar nær dregur íbúakosningum.
Hér má nálgst glærur frá íbúafundunum og niðurstöður: