Kynningarbæklingur vegna íbúa kosninga um sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar er farinn af stað í dreifingu og á að berast heimilum í báðum sveitarfélögum. Það er tekið fram að ef heimili hefur afþakkað fjölpóst og fríblöð þá kemur bæklingurinn ekki þangað. Því er honum einnig deilt hér á rafrænu formi fyrir þá sem vilja kynna sér innihald hans.
Bæklingurinn er aðallega til að byrja að kynna fyrirkomulag kosninganna ásamt smá samantekt um sveitarfélögin og líkleg áhrif sameiningar: Kynningarbæklingur – rafrænn
Þá bendum við á að næstu fundir er varða kynningar á tillögu um sameiningu og álit samstarfsnefndar verða sem hér segir:
Dalabyggð: Mánudaginn 17. nóvember kl. 17:00 í Dalabúð í Búðardal
Húnaþing vestra: Þriðjudaginn 18. nóvember kl. 17:00 í Félagsheimilinu Hvammstanga

