Sveitarstjórn – 395. fundur – 23.10.2025

Sveitarstjórn – 395. fundur – 23.10.2025

Lagðar fram tillögur sameiginlegrar kjörstjórnar Dalabyggðar og Húnaþings vestra vegna framkvæmdar sameiningakosninga.
Sameiginleg kjörstjórn leggur til við sveitarstjórn að framkvæmd kosningar um sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar verði með eftirfarandi hætti:

1.
Kjörfundur frá 28. nóvember til og með 12. desember verði framkvæmdur eins og um póstkosningu væri að ræða. Kjósendur sem mæta á kjörstaði setji atkvæði í lokuð umslög og fylgiseðil í atkvæðakassa. Það er mat kjörstjórnar að þessi aðferð tryggi rekjanleika, öryggi atkvæða og styrki framkvæmd kosningarinnar.

2.
Að íbúar geti kosið oftar en einu sinni og nýjasta atkvæði gildi, með sama hætti og lög segja til um utankjörfundaratkvæðagreiðslur.

3.
Að sveitarstjórn veiti byggðarráði fullnaðarheimild til að taka ákvarðanir sem varða framkvæmd kosningarinnar til sameiningar sveitarfélaganna.

4.
Kjörseðlar. Sameiginleg kjörstjórn leggur til tvo kjörseðla til nota við kosninguna. Óskar kjörstjórn staðfestingar sveitastjórna á kjörseðlunum og í kjölfarið mun kjörstjórn senda þá til staðfestingar hjá innviðaráðuneyti.

Ofangreind atriði eru ítarlegri kröfur til kosningarinnar en þær lágmarkskröfur sem tilgreindar eru í reglugerð 922/2023. Kjörstjórn telur þau afar mikilvæg til að tryggja örugga, skilvirka og gagnsæja framkvæmd.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir, með fyrirvara um álit innviðaráðuneytis, tillögur sameiginlegrar kjörstjórnar um að kjörfundur í kosningu um sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar frá 28. nóvember til og með 12. desember verði framkvæmdur eins og um póstkosningu væri að ræða. Kjósendur sem mæta á kjörstaði setji atkvæði í lokuð umslög og fylgiseðil í atkvæðakassa.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkir tillögur sameiginlegrar kjörstjórnar um að íbúar geti kosið oftar en einu sinni í kosningu um sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar og nýjasta atkvæði gildi, með sama hætti og lög segja til um utankjörfundaratkvæðagreiðslur með fyrirvara um álit innviðaráðuneytis.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn veitir byggðarráði fullnaðarheimild til að taka ákvarðanir sem varða framkvæmd kosningar um sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Sveitarstjórn samþykkir tillögu sameiginlegrar kjörstjórnar um tvo kjörseðla til að nota við kosningu um sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar og felur kjörstjórn að senda seðlana til staðfestingar hjá innviðaráðuneyti.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.