Glærurnar frá kynningunni á íbúafundumnum sem haldnir voru í Dalabúð og Félagsheimilinu á Hvammstanga 14. og 15. október sl. eru komnar á netið. Þær má nálgást hér: DalHún – Íbúafundir okt 2025 – 14.10.2025. Einnig er hægt að horfa á upptöku frá íbúafundinum í Dalabúð á Youtube-rás Dalabyggðar:
Slóð á íbúafund um mögulega sameiningu 15. október 2025
Í dag kl. 17 verður haldinn íbúafundur um mögulega sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Kynningin í upphafi verður send út á Teams og hægt er að senda inn spurningar í spjallinu. Athugið að ekki er streymt frá vinnustofunni sem er í seinni hlut fundar. Smellið hér til að tengjast fundinum
Vel sóttur íbúafundur í Búðardal
Afar góð mæting var á íbúafundinn sem samstarfsnefd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hélt í Dalabúð í Búðardal í gær. Um 90 manns mættu á fundinn í Dalabúð og 20 fylgdust með útsendingu á netinu. Umræður í vinnuhópum á vinnustofu um fyrirkomulag þjónustu og stjórnsýslu voru líflegar og kjötsúpa kvenfélagsins Fjólu vakti mikla lukku. Annar íbúafundur verður haldinn í …
Íbúakosningar um sameingu 28. nóvember til 13. desember
Sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa samþykkt að íbúakosningar um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna fari fram dagana 28. nóvember til 13. desember 2025 og að kosningaaldur miðist við 16 ár sbr. 3. mgr. 133. gr. sveitarstjórnarlaga. Kjörstaðir og opnunartímar hafa ekki verið ákveðnir en verða auglýstir hér á síðunni og á vefsvæðum sveitarfélaganna þegar nær dregur íbúakosningum. Boðið verður upp …
Kjörstjórnir vegna íbúakosninga skipaðar
Á fundum sveitarstjórna Dalabyggðar og Húnaþingsvestra í gær var skipuð sameiginleg kjörstjórn til að hafa yfirumsjón með íbúakosningum um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra sem fram fara 28. nóvember til 13. desember nk. Samkvæmt samkomulagi sveitarfélaganna skipaði Húnaþing vestra tvo fulltrúa í nefndina og einn til vara en Dalabyggð einn fulltrúa og tvo til vara. Fulltrúar Húnaþing vestra …
Íbúafundir um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar
Samstarfsnefnd um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar boðar hér með til íbúafunda: Dalabúð þann 14. október kl. 17-19 Félagsheimilinu Hvammstanga 15. október kl. 17-19 Dagskrá: Kynning á stöðu sameiningarviðræðna. Vinnustofa um stjórnskipulag og þjónustu sameinaðs sveitarfélags. Við hvetjum íbúa til að mæta til fundar og taka virkan þátt í samtalinu. Kynningunni verður deilt á netinu. Slóð á fundinn verður …
Upplýsingavefur samstarfsnefndar opnaður
Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefir opnað upplýsingavef á léninu https://dalhun.is . Á síðunni eru ýmsar upplýsingar og gögn um sameiningarviðræðurnar og kosningarnar, efni frá íbúafundum og fróðleikur um sameiningu sveitarfélaga. Einnig er hægt að senda inn fyrirspurnir og ábendingar til samstarfsnefndar á síðunni. Samstarfsnefnd mun nýta vefinn til að koma upplýsingum um verkefnið á framfæri við íbúa …
Góður andi á vinnustofu á Borðeyri
Þriðjudaginn 26. ágúst sl. var haldin vinnustofa á Borðeyri í tengslum við sameiningarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Þátttakendur voru lykilstarfsmenn sveitarfélaganna á þeim sviðum sem fjallað var um, kjörnir fulltrúar og fulltrúa úr fastanefndum. Markmiðið með vinnustofunni var að leiða saman þá sem best þekkja til mála til að móta framtíðarsýn og draga fram kosti og ókosti sameiningar fyrir íbúana. …