Niðurstöður sameiningarkosningar Dalabyggðar og Húnaþings vestra

Eftirfarandi eru niðurstöður íbúakosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra 28. nóvember – 13. desember 2025. Í Dalabyggð voru 541 íbúar á kjörskrá. 326 kjósendur greiddu atkvæði. Já sögðu 125 (38,34%) og nei sögðu 196 (60,12%). Auðir og ógildir seðlar voru 5 (1,54%). Sameiningu var því hafnað. Í Húnaþingi vestra voru 981 íbúar á kjörskrá. 607 kjósendur greiddu atkvæði. Já …

Sterkari saman – sameiningin skiptir máli

Þessa dagana stendur yfir atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaganna Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Undirritaður hefur setið í sveitarstjórn Dalabyggðar frá árinu 2018 og var oddviti til ársins 2024. Fyrir þann tíma var ég varamaður í sveitarstjórn og þekki því ágætlega til reksturs og áskorana sveitarfélagsins síðasta áratuginn. Sú umræða sem ég heyri helst úti í samfélaginu varðandi þá kosningu sem nú …

Sameining Dalabyggðar og Húnaþings vestra frá mínum bæjardyrum séð

Umræðan um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur ekki verið áberandi í umræðunni undanfarið þó komið sé að kosningu þar um. Sveitarfélögin hafa þó staðið sig með prýði bæði með vandaðri og opinni vinnu og skilmerkilegri framsetningu á vinnunni á heimasíðunni www.dalhún.is og sínum eigin síðum. Ég veit að margir velta því fyrir sér hvað slíkt skref þýðir í raun …

Á Dalabyggð að bjarga SSNV?

Nú styttist í að íbúar Dalabyggðar fái að kjósa um mögulega sameiningu við sveitarfélagið Húnaþing vestra. Ég hef áður lýst skoðun minni í grein í Skessuhorni að ég telji þessa sameiningu ekki þjóna hagsmunum íbúa og eigendum jarða og fyrirtækja í Dalabyggð.  Í því samhengi er áhugavert að horfa til þess hvert íbúar Dalabyggðar leita eftir þjónustu í dag.  Fyrir …

Meira af því sama

Fundurinn í Dalabyggð þriðjudaginn 14. október, þar sem fulltrúar Dalabyggðar og Húnaþings vestra kynntu forsendur sameiningar sveitafélaganna, var um margt sérstakur. KPMG kynnti niðurstöðu greiningarvinnu og var boðið upp á spurningar að þeirri kynningu lokinni. Síðan var fundarmönnum boðið að koma með skriflegar athugasemdir á þjónustu og stjórnsýslu, sem sameiningarnefndin mun nýta sér í ferlinu. Kynningin bar þess merki að …

Kosningaþátttaka sambærileg í báðum sveitarfélögum

Íbúakosningar um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa nú staðið yfir frá 28. nóvember, en þeim lýkur laugardaginn 13. desember nk. Þann dag verða kjörstaðir opnir í Félagsheimilinu Hvammstanga og í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar frá kl. 09:00-17:00 (sjá nánar um opnunartíma kjörstaða hér) Kosningaþátttaka er mjög áþekk í sveitarfélögunum tveimur m.v. stöðuna nú í upphafi lokaviku kosninganna. Þegar þetta …

Íbúakosningar um sameiningu eru hafnar

Íbúakosning um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hófst í dag og stendur til 13. desember nk. Íbúar kjósa í því sveitarfélagi sem þeir eru á kjörskrá í. Óski kjörstjórn þess, ber kjósanda að framvísa persónuskilríkjum á kjörstað. Kjörstaðir og opnunartímar í Húnaþingi vestra Dagana 28. nóvember – 12. desember verður kosið á skrifstofu Húnaþings vestra á Hvammstangabraut 5 mánudaga …

Kjarninn og hismið – sameiningartillaga Húnaþings vestra og Dalabyggðar

Kynningarfundir um tillögu að sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar hafa nú verið haldnir bæði á Hvammstanga og í Búðardal auk íbúafunda á báðum stöðum í apríl og október. Einnig var haldin vinnustofa á Borðeyri í lok ágúst þar sem saman komu kjörnir fulltrúar, fulltrúar í nefndum og ráðum, embættismenn og forstöðumenn einstakra sviða og stofnana beggja sveitarfélaga auk fulltrúa menningarlífs …

Upptaka frá íbúafundi á Hvammstanga

Um 50 íbúar mættu á upplýsingafund um íbúakosningar um sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar og álit samstarfsnefndar sem haldinn var í Félagsheimilinu Hvammstanga í gær, 18. nóvember. Um 25 voru skráðir inn á fundinn á Teams en ekki er gott að segja hversu margir íbúar eru þar að baki því í einhverjum tilfellum voru fleiri en einn að fylgjast með …

Upptaka frá íbúafundi í Dalabyggð

Íbúafundurinn sem haldinn var í Dalabúð í Búðardal í gærkvöldi var vel sóttur að venju. Um 50 manns sátu fundinn á staðnum og 25 fylgdust með honum í streymi. Hægt er að horfa á upptöku frá fundinum á youtube-rás Dalabyggðar: