Íbúafundir í október 2025

Í tengslum við mótun álits samstarfsnefndar voru haldnir íbúafundir í Dalabúð í Búðardal þann 14. október og í Félagsheimilinu Hvammstanga þann 15. október þar sem staða viðræðna var kynnt og leitað eftir sjónarmiðum íbúa.

Að þessu sinnig voru lagðar tvær spurningar fyrir þátttakendur sem byggðar voru á niðurstöðum fundanna sem haldnir voru í maí, ásamt undirspurningum til að hjálpa umræðunum af stað:

  1. Hvernig má útfæra þjónustu í sameinuðu sveitarfélagi?
    • Hvernig má tryggja að þjónustan batni við sameiningu?
    • Hvar gæti aukin sérhæfing komið sér vel í þjónustunni?
    • Hvernig má tryggja jafnræði í þjónustu við íbúa?
    • Annað sem skiptir máli?
  2. Hvernig á stjórnsýslan að vera í sameinuðu sveitarfélagi?
    • Hvernig á stjórnskipulagið að vera í sveitarfélaginu?
    • Að hverju þarf að huga við staðsetningu starfsstöðva sveitarfélagsins?
    • Hvernig má tryggja jafnræði í áhrifum íbúa?
    • Annað sem skiptir máli?

Niðurstöðunum eru gerð skil í samantekt á forsendum samstarfsnefndar.

Hér má nálgst glærur frá íbúafundunum: DalHún – Íbúafundir okt 2025 – 14.10.2025.

Einnig er hægt að horfa á upptöku frá íbúafundinum í Dalabúð á Youtube-rás Dalabyggðar: