Á fundum sveitarstjórna Dalabyggðar og Húnaþingsvestra í gær var skipuð sameiginleg kjörstjórn til að hafa yfirumsjón með íbúakosningum um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra sem fram fara 28. nóvember til 13. desember nk.
Samkvæmt samkomulagi sveitarfélaganna skipaði Húnaþing vestra tvo fulltrúa í nefndina og einn til vara en Dalabyggð einn fulltrúa og tvo til vara.
Fulltrúar Húnaþing vestra í sameiginlegri kjörstjórn eru Sigurð Þór Ágústsson og Gunnar Örn Jakobsson Skjóldal og fulltrúi Dalabyggðar er Valdís Einarsdóttir. Varamenn eru Ragnheiður Sveinsdóttir fyrir Húnaþing vestra og Svein Gestsson og Bergþóra Jónsdóttir fyrir Dalabyggð.
Sameiginleg kjörstjórn mun ákveða kjörstaði og opnunartíma þeirra, auk þess að sjá um að útbúa kjörgögn.
Sveitarstjórnirnar samþykktu jafnframt að kjörstjórnir sveitarfélaganna verði undirkjörstjórnir vegna íbúakosninganna og hafi umsjón með framkvæmd þeirra hvor í sínu sveitarfélagi í samráði við sameiginlegu kjörstjórnina.