Sameiginleg kjörstjórn Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur ákveðið opnunartíma kjörstaða í íbúakosningunum sem fram fara 28. nóvember – 13. desember nk. Virka daga frá 28. nóvember til 12. desember verður kosið á skrifstofum sveitarfélaganna á opnunartíma þeirra, en að auki verða kjörstaðir opnir tvo laugardaga á kosningatímabilinu í hvoru sveitarfélagi, þ.á.m. á lokadegi kosninganna þann 13. desember.
Opnunartími á skrifstofum sveitarfélaganna
Skrifstofa DalabyggðarMiðbraut 11, Búðardal |
Skrifstofa Húnaþings vestraHvammstangabraut 5, Hvammstanga |
| Mánudaga: 10:00 – 12:45 | Mánudaga – fimmtudaga: 10:00 – 13:45 |
| Þriðjudaga – fimmtudaga: 09:00 – 12:45 | Föstudaga: 10:00 – 11:45 |
| Föstudaga: 09:00 – 11:45 |
Opnunartími á laugardögum
Laugardaginn 29. nóvember verður kosið í Húnaþingi vestra á skrifstofu sveitarfélagsins á Hvammstanga frá kl. 12:00-15:00.
Laugardaginn 6. desember verður kosið í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar að Miðbraut 11 í Búðardal frá kl. 12:00-15:00.
Laugardaginn 13. desember verða kjörstaðir opnir í Félagsheimilinu Hvammstanga og í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar frá kl. 09:00-17:00.

