Íbúafundir um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar

Samstarfsnefnd um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar boðar hér með til íbúafunda:

  • Dalabúð þann 14. október kl. 17-19
  • Félagsheimilinu Hvammstanga 15. október kl. 17-19

Dagskrá:

  1. Kynning á stöðu sameiningarviðræðna.
  2. Vinnustofa um stjórnskipulag og þjónustu sameinaðs sveitarfélags.

Við hvetjum íbúa til að mæta til fundar og taka virkan þátt í samtalinu.

Kynningunni verður deilt á netinu. Slóð á fundinn verður birt á heimasíðu sveitarfélaganna á fundardag.

Að loknum fundum verður boðið upp á súpu og brauð.

Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra.