Í komandi viku verða haldnir íbúafundir til að kynna tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra og álit samstarfsnefndar um sameiningu. Í Dalabyggð verður fundurinn haldinn í Dalabúð í Búðardal mánudaginn 17. nóvember kl. 17:00 og í Húnaþingi vestra verður fundurinn haldinn í Félagsheimilinu Hvammstanga þriðjudaginn 18. nóvember kl. 17:00. Að kynningu lokinni munu fulltrúar sveitarfélaganna í samstarfsnefnd um sameiningu sitja fyrir svörum.
Fundunum verður streymt fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. Slóðir á fundina verða birtar hér á síðunni og á vefsvæðum Dalabyggðar og Húnaþings vestra á fundardag.
Íbúar eru eindregið hvattir til þess að mæta á fundina og kynna sér málið vel því það styttist í kosningarnar.

