Aðdragandinn

Hugmyndin að sameiningarviðræðum Dalabyggðar og Húnaþings kviknaði í samtali kjörinna fulltrúa á síðasta kjörtímabili. Eftir nokkra gerjun var ákveðið að skipa verkefnisstjórn og hefja óformlegar viðræður. Fyrsti fundur verkefnisstjórnar var haldinn 16. janúar 2024 og varð strax ljóst að mikill samhljómur var meðal fulltrúa sveitarfélaganna, þrátt fyrir að ekki sé mikil hefð fyrir samstarfi á milli þeirra. Verkefnisstjórnin fundaði fjórum sinnum á tímabilinu frá 16. janúar til 5. maí og lagði að því loknu til við sveitarsjórnirnar að ráðist yrði í formlegar viðræður. Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi sveitarstórnar Húnaþings vestra 8. maí sl. og staðfest á fundi hennar þann 12. júní og á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þann 8. maí og staðfest þann 10. júní. Skipuð var samstarfsnefnd sem í sitja tveir fulltrúar frá hvoru sveitarfélagi og samið við KPMG um verkefnisstjórn og ráðgjöf. Sveitarstjórar sveitarfélaganna starfa með nefndinni og sitja fundi hennar með málfrelsi og tillögurétt.