Efni frá íbúafundum

Liður í sameiningarviðræðum Dalabyggðar og Húnaþings vestra er að eiga samtal við íbúa um mögulega sameiningu og kanna hvaða væntingar þeir hafa til hennar, bæði varðandi tækifæri og áskoranir.

Í tengslum við viðræðurnar hafa í tvígang verið haldnir íbúafundir í Dalabúð í Búðardal og í Félagsheimilinu á Hvammstanga til að gefa íbúum færi á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Fyrri íbúafundirnir voru haldnir þann 8. apríl og þann 9. apríl þar sem staða viðræðna var kynnt og leitað eftir sjónarmiðum íbúa varðandi mögulega sameiningu almennt. Seinni íbúafundirnir voru haldnir 14. og 15. október og var þá farið yfir helstu niðurstöður stöðugreiningar samstarfsnefndar og íbúar spurðir hvernig þeir sjá þjónustu og stjórnsýslu sveitarfélaganna fyrir sér. Við val á efni og mótun spurninga fyrir hópavinnu var byggt á niðurstöðum fundanna í apríl.
Allir fundir voru vel sóttir og umræður í hópavinnu líflegar. Kynningar frá fundunm voru sendar út á internetinu og upptökur eru aðgengilegar hér á síðunni.