Vel sóttur íbúafundur í Búðardal

Afar góð mæting var á íbúafundinn sem samstarfsnefd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hélt í Dalabúð í Búðardal í gær. Um 90 manns mættu á fundinn í Dalabúð og 20 fylgdust með útsendingu á netinu. Umræður í vinnuhópum á vinnustofu um fyrirkomulag þjónustu og stjórnsýslu voru líflegar og kjötsúpa kvenfélagsins Fjólu vakti mikla lukku.

Annar íbúafundur verður haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 17 í dag og samstarfsnefnd vonast eftir að íbúar noti tækifærið til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.