Íbúakosningar um sameingu 28. nóvember til 13. desember

Sveitarstjórnir Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafa samþykkt að íbúakosningar um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna fari fram dagana 28. nóvember til 13. desember 2025 og að kosningaaldur miðist við 16 ár sbr. 3. mgr. 133. gr. sveitarstjórnarlaga.

Kjörstaðir og opnunartímar hafa ekki verið ákveðnir en verða auglýstir hér á síðunni og á vefsvæðum sveitarfélaganna þegar nær dregur íbúakosningum. Boðið verður upp á að greiða atkvæði með póstatkvæði fyrir þá sem þess þurfa með.

Nánari upplýsingar um íbúakosningarnar er að finna hér.