Íbúakosningar um sameiningu eru hafnar

Íbúakosning um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hófst í dag og stendur til 13. desember nk. Íbúar kjósa í því sveitarfélagi sem þeir eru á kjörskrá í. Óski kjörstjórn þess, ber kjósanda að framvísa persónuskilríkjum á kjörstað. Kjörstaðir og opnunartímar í Húnaþingi vestra Dagana 28. nóvember – 12. desember verður kosið á skrifstofu Húnaþings vestra á Hvammstangabraut 5 mánudaga …

Kjarninn og hismið – sameiningartillaga Húnaþings vestra og Dalabyggðar

Kynningarfundir um tillögu að sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar hafa nú verið haldnir bæði á Hvammstanga og í Búðardal auk íbúafunda á báðum stöðum í apríl og október. Einnig var haldin vinnustofa á Borðeyri í lok ágúst þar sem saman komu kjörnir fulltrúar, fulltrúar í nefndum og ráðum, embættismenn og forstöðumenn einstakra sviða og stofnana beggja sveitarfélaga auk fulltrúa menningarlífs …

Upptaka frá íbúafundi á Hvammstanga

Um 50 íbúar mættu á upplýsingafund um íbúakosningar um sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar og álit samstarfsnefndar sem haldinn var í Félagsheimilinu Hvammstanga í gær, 18. nóvember. Um 25 voru skráðir inn á fundinn á Teams en ekki er gott að segja hversu margir íbúar eru þar að baki því í einhverjum tilfellum voru fleiri en einn að fylgjast með …

Upptaka frá íbúafundi í Dalabyggð

Íbúafundurinn sem haldinn var í Dalabúð í Búðardal í gærkvöldi var vel sóttur að venju. Um 50 manns sátu fundinn á staðnum og 25 fylgdust með honum í streymi. Hægt er að horfa á upptöku frá fundinum á youtube-rás Dalabyggðar:

Kjörstaðir og opnunartími

Sameiginleg kjörstjórn Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur ákveðið opnunartíma kjörstaða í íbúakosningunum sem fram fara 28. nóvember – 13. desember nk. Virka daga frá 28. nóvember til 12. desember verður kosið á skrifstofum sveitarfélaganna á opnunartíma þeirra, en að auki verða kjörstaðir opnir tvo laugardaga á kosningatímabilinu í hvoru sveitarfélagi, þ.á.m. á lokadegi kosninganna þann 13. desember. Opnunartími á skrifstofum …

Fréttatilkynning frá samstarfsnefnd

Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur sent eftirfarandi fréttatilkynningu á helstu fréttamiðla landsins: Íbúakosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra 28. nóvember til 13. desember  2025 Á tímabilinu 28. nóvember til 13. desember nk. verða haldnar íbúakosningar um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Samstarfsnefnd sveitarfélaganna hefur skilað áliti sínu sem er svohljóðandi: „Dalabyggð og Húnaþing vestra …

Íbúafundir um tillögu um sameiningu og álit samstarfsnefndar

Í komandi viku verða haldnir íbúafundir til að kynna tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra og álit samstarfsnefndar um sameiningu. Í Dalabyggð verður fundurinn haldinn í Dalabúð í Búðardal mánudaginn 17. nóvember kl. 17:00 og í Húnaþingi vestra verður fundurinn haldinn í Félagsheimilinu Hvammstanga þriðjudaginn 18. nóvember kl. 17:00. Að kynningu lokinni munu fulltrúar sveitarfélaganna í samstarfsnefnd um sameiningu …

Tillaga um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra (auglýsing)

Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur lagt fram álit sitt og helstu forsendur til umræðu í sveitarstjórnum. Álit nefndarinnar og helstu forsendur hafa fengið umræðu í sveitarstjórnum sveitarfélaganna, án atkvæðagreiðslu, samkvæmt 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.  Atkvæðagreiðsla um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna fer fram dagana 28. nóvember -13. desember 2025 í báðum sveitarfélögunum. Við ákvörðun um …

Samstarfsnefnd skilar áliti

Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna sveitarfélaganna tveggja, sem hafa tekið þær til umræðu skv. 119. grein sveitarstjórnarlaga. Álitið er svohljóðandi: „Dalabyggð og Húnaþing vestra eru lík að landkostum, íbúasamsetningu, búsetumynstri og atvinnulífi. Við sameiningu sveitarfélaganna yrði að mati nefndarinnar til öflugra sveitarfélag með sterkari stjórnsýslu, faglegri þjónustu og meiri slagkraft í hagsmunagæslu til …